Portúgalski knattspyrnumaðurinn Diogo Jota hefur hafið æfingar að nýju með félagsliði sínu Liverpool eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðastliðna tvo mánuði.
Jota varð fyrir meiðslum á rifbeinum þegar Tosin Adarabioyo lenti illa ofan á honum í leik Liverpool gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þann 12. október síðastliðinn.
Portúgalski sóknarmaðurinn tók hins vegar fullan þátt í æfingu Liverpool í dag og gæti því snúið aftur í leikmannahópinn fyrir leik liðsins gegn Girona á Spáni í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.