Knattspyrnumaðurinn Michail Antonio var ekki undir áhrifum áfengis né vímuefna er hann lenti í ógnvænlegu í bílslysi um síðustu helgi.
Daily Mail greinir frá. Antonio var fluttur á spítala eftir harðan árekstur en hann leikur ekkert meira með West Ham á leiktíðinni. Í versta falli er ferlinum lokið hjá Antonio, sem fótbrotnaði illa.
Samkvæmt miðlinum voru engin merki þess að Antonio væri að keyra of hratt, en þrátt fyrir það var sóknarmaðurinn heppinn að sleppa lifandi.