West Ham vann öruggan sigur á Southampton, 3:0, á heimavelli í enska deildabikarnum í fótbolta í gærkvöldi.
Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham og hún gulltryggði sigurinn með þriðja markinu í uppbótartíma.
Félagið greindi svo frá því í dag að Dagný hefði verið valin maður leiksins.
Dagný hefur verið í aukahlutverki hjá West Ham á leiktíðinni og mikið vermt varamannabekkinn. Hún hefur þó fengið stærra hlutverk í deildabikarnum.