Telur að Arsenal vanti framherja til að vinna deildina

Kai Havertz átti ekki góðan leik í dag.
Kai Havertz átti ekki góðan leik í dag. AFP/Glyn Kirk

Micah Richards, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester City og enska landsliðsins,  telur að Arsenal vanti alvöru framherja til að eiga möguleika á að vinna ensku úrvalsdeildina.

Arsenal er úr leik í enska bikarnum eftir tap í dag gegn Manchester United í vítakeppni, 5:3.

„Án alvöru framherja getur Arsenal ekki unnið deildina eða bikarleiki eins og þennan í dag,“ sagði Richards eftir leik.

Þjóðverjinn Kai Havertz byrjaði sem fremsti maður í dag fyrir Arsenal en hann fór illa með færi sín og Tyrkinn Altay Bayindir varði vítið hans í vítakeppninni.

„Kai Havertz hefur spilað vel á þessari leiktíð, en hann er ekki náttúrulegur markaskorari,“ bætti enski sparkspekingurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert