Tony Book, eitt af stóru nöfnunum í sögu enska knattspyrnufélagsins Manchester City, er látinn, níræður að aldri.
Book var orðinn 31 árs gamall þegar hann kom til City árið 1966 en varð í kjölfarið fyrirliði liðsins á besta kafla þess á 20. öldinni þegar það varð enskur meistari árið 1968, bikarmeistari árið 1969, deildabikarmeistari og Evrópumeistari bikarhafa árið 1970.
Fram að því hafði hann lengst af leikið með utandeildaliðinu Bath City í sinni heimaborg og síðan með Plymouth Argyle.
Á átta árum í efstu deild lék Book 244 leiki og skoraði fjögur mörk.
Þá var hann kjörinn knattspyrnumaður ársins á Englandi tímabilið 1968-1969.
Book lék með liðinu til 39 ára aldurs en tók þá við sem knattspyrnustjóri félagsins frá 1974 til 1979. Undir hans stjórn vann liðið deildabikarinn árið 1976 og varð í öðru sæti ensku deildarinnar 1977.
Following the desperately sad news of the passing of former Manchester City captain and manager Tony Book, we reflect on and pay tribute to the remarkable career of a true Club icon. 🩵
— Manchester City (@ManCity) January 14, 2025