Einn af þeim stóru í sögu City er látinn

Tony Book í minningarathöfn um samherja inn Francis Lee fyrir …
Tony Book í minningarathöfn um samherja inn Francis Lee fyrir tveimur árum. AFP/Oli Scarff

Tony Book, eitt af stóru nöfnunum í sögu enska knattspyrnufélagsins Manchester City, er látinn, níræður að aldri.

Book var orðinn 31 árs gamall þegar hann kom til City árið 1966 en varð í kjölfarið fyrirliði liðsins á besta kafla þess á 20. öldinni þegar það varð enskur meistari árið 1968, bikarmeistari árið 1969, deildabikarmeistari og Evrópumeistari bikarhafa árið 1970.

Fram að því hafði hann lengst af leikið með utandeildaliðinu Bath City í sinni heimaborg og síðan með Plymouth Argyle.

Á átta árum í efstu deild lék Book 244 leiki og skoraði fjögur mörk.

Þá var hann kjörinn knattspyrnumaður ársins á Englandi tímabilið 1968-1969.

Book lék með liðinu til 39 ára aldurs en tók þá við sem knattspyrnustjóri félagsins frá 1974 til 1979. Undir hans stjórn vann liðið deildabikarinn árið 1976 og varð í öðru sæti ensku deildarinnar 1977.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert