Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að Manchester United-liðið sem hann stýrir væri kannski það versta í sögu félagsins.
United tapaði 3:1 gegn Brighton í dag og er með 26 stig í 13. sæti.
„Við erum búnir að vinna tvo leiki af tíu í deildinni. Ímyndið ykkur hvernig þetta er fyrir stuðningsmenn United. Ímyndið ykkur hvernig þetta er fyrir mig. Ég er nýr stjóri sem tapar oftar en sá sem var á undan, ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Amorim eftir leikinn.
„Eins og ég sagði þá er ég ekki að fara að breytast sama hvað. Ég veit að við getum náð árangri en núna verðum við að þrauka.
Við erum eins og versta lið kannski í sögu Manchester United. Ég veit að þú vilt fyrirsögn en ég er að segja þetta því við verðum að viðurkenna það og breyta því.“