Enski framherjinn Dominic Solanke var ekki í leikmannahópi Tottenham sem mætti Everton í Liverpool-borg í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Hann ásamt tíu öðrum leikmönnum Tottenham gátu ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og þetta tímabil hefur verið erfitt fyrir liðið.
„Solanke meiddist í hnénu þegar hann var aðs skjóta á æfingu um daginn. Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er.
Það er alltaf erfitt þegar lykilleikmenn meiðast og augljóslega erfitt í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum samt með 11 leikmenn í lagi og það er nóg til þess að spila leik,“ sagði Ange Postecoglou knattspyrnustjóri liðsins.
Guglielmo Vicario, aðalmarkmaður liðsins, hefur verið frá síðan í nóvember og kemur ekki til baka fyrr en í mars. Micky van de Ven hefur ekki spilað síðan í byrjun desember og liðið hefur verið í miklum vandræðum með miðvarðastöðuna.
Aðrir á meiðslalita Tottenham:
Destiny Udogie
Timo Werner
Rodrigo Bentancur
Cristiano Romero
Fraser Forster
Brennan Johnson
Yves Bissouma
Wilson Odobert