Liverpool-maðurinn aftur á meiðslalistanum

Diogo Jota.
Diogo Jota. AFP/Oli Scarff

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Diogo Jota, sóknarmaður Liverpool, er aftur kominn á meiðslalistann.

Jota meiddist á vöðva þegar hann kom inn á sem varamaður og jafnaði metin í 1:1-jafntefli gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um þarsíðustu helgi. Missti hann af leik Liverpool gegn Brentford um liðna helgi af þeim sökum.

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði á fréttamannafundi í dag að Jota yrði frá vegna meiðslanna í nokkrar vikur.

Síðan hann gekk til liðs við Liverpool sumarið 2020 hefur Jota meiðst alls tíu sinnum og misst af tæplega 100 leikjum liðsins á þeim tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert