Eiður: Aftur læti hjá United fjórum dögum síðar

„Þetta var verðskuldaður sigur hjá Brighton, það fer ekkert á milli mála,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport á sunnudagskvöld.

Manchester United tapaði 1:3 á heimavelli fyrir Brighton & Hove Albion á laugardag eftir að hafa unnið botnlið Southampton í síðustu viku.

„Þetta er enn þá allt of mikið upp og niður hjá United. Þeir ná í góð úrslit. Þeir ná í úrslit á móti stórum liðum en við sáum það fyrr í vikunni.

Þeir áttu ekki einu sinni endilega skilið að vinna á móti Southampton á heimavelli, þar sem þeir voru sundurspilaðir í 60 mínútur.

Þeir vinna þann leik og það kemur einhver ró yfir mannskapinn en fjórum dögum síðar eru aftur komin læti,“ bætti Eiður Smári við.

Umræðu hans, Margrétar Láru Viðarsdóttur og Harðar Magnússonar þáttastjórnanda um Manchester United má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert