Rashford sér ekki knattspyrnu á sama hátt og ég

Rúben Amorim og Marcus Rashford.
Rúben Amorim og Marcus Rashford. Ljósmynd/Samsett/AFP

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki hafa getað fengið Marcus Rashford til þess að líta íþróttina sömu augum og hann. Því hafi Rashford verið úti í kuldanum hjá Amorim.

Sóknarmaðurinn fór að láni til Aston Villa undir lok félagaskiptagluggans í janúar.

„Ég gat ekki fengið Marcus til þess að sjá hvernig þú átt að spila og æfa knattspyrnu samkvæmt mínu sjónarhorni. Stundum ertu með leikmann sem er mjög góður með einum þjálfara og sami leikmaður er öðruvísi hjá öðrum þjálfara.

Ég óska Rashford og Unai Emery alls hins besta og vona að þeir nái að koma á tengslum því hann er mjög góður leikmaður,“ sagði Amorim á fréttamannafundi í gær.

Spurður hvort Rashford hafi sagst vera ósammála honum sagði Amorim svo ekki vera, að það sé eitthvað sem hann sem þjálfari hafi fundið og séð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert