Slógu út Liverpool og mæta City – United fékk heimaleik

Liðsmenn Plymouth fagna í gær.
Liðsmenn Plymouth fagna í gær. AFP/Henry Nicholls

Dregið var í 16-liða úrslit enska bikarsins í fótbolta í kvöld. Plymouth, sem sló Liverpool óvænt úr leik í gær, mætir öðru stórliði því liðið dróst á útivelli gegn Manchester City.

Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður Plymouth og kom inn á sem varamaður í sigrinum á Liverpool.

Manchester United, sem vann keppnina á síðustu leiktíð, mætir Fulham á heimavelli í úrvalsdeildarslag. Newcastle og Brighton mætast einnig, sem og Bournemouth og Wolves.

Drátturinn í heild sinni:
Preston – Burnley
Aston Villa – Cardiff
Crystal Palace – Millwall
Manchester United – Fulham
Newcastle – Brighton
Bournemouth – Wolves
Manchester City – Plymouth
Exeter eða Nottingham Forest – Ipswich

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert