Mikið áfall fyrir Arsenal

Kai Havertz í leik með Arsenal.
Kai Havertz í leik með Arsenal. AFP/Darren Staples

Þjóðverjinn Kai Havertz verður frá út tímabilið hjá enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 

David Ornstein hjá The Athletic segir frá en Havertz meiddist í æfingaferð Arsenal í Dúbaí á dögunum. 

Havertz er lykilmaður hjá Arsenal-liðinu en hann hefur komið að 19 mörkum í 34 leikjum á tímabilinu. 

Hann er fjórði sóknarmaður liðsins til að meiðast en Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus eru einnig allir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert