Arne Slot missir af næstu leikjum

Arne Slot.
Arne Slot. AFP/Oli Scarff

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, verður ekki á hliðarlínunni í næstu tveimur deildarleikjum Liverpool.

Slot fékk að líta rauða spjaldið eftir 2:2-jafntefli Liverpool og Everton í frestuðum leik úr 15. umferð deildarinnar á Goodison Park í Liverpool í gær.

Hollenski stjórinn var ósáttur með Michael Oliver, dómara leiksins, og lét hann heyra það í leikslok í gær með þeim afleiðingum að dómarinn sýndi honum rauða spjaldið.

Enska knattspyrnusambandið staðfesti rauða spjaldið í dag og mun Slot því missa af heimaleik gegn Wolves á sunnudaginn, 16. febrúar, og útileik gegn Aston Villa á miðvikudaginn kemur, 19. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert