„Með fullri virðingu er ég hjá stærra félagi“

Rúben Amorim og Ange Postecoglou leiða saman hesta sína á …
Rúben Amorim og Ange Postecoglou leiða saman hesta sína á sunnudag. Ljósmynd/Samsett/AFP

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir svipuð vandamál steðja að sér og kollega sínum hjá Tottenham Hotspur, Ange Postecoglou, en að pressan sé meiri hjá Manchester-félaginu.

Tottenham og Man. United mætast í ensku úrvalsdeildinni í Lundúnum á sunnudag. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar á tímabilinu þar sem Tottenham er í 14. sæti og Man. United sæti ofar.

„Ég er mikill aðdáandi hans. Ég kem úr annars konar menningu, ég er portúgalskur og portúgölsku þjálfararnir geta aðlagast. Ég nota ákveðið leikkerfi í augnablikinu því ég trúi því að ef við vinnum með það kerfi aðlögumst við því á sama tímam.

En við erum ekki að vinna leiki. Því skil ég tenginguna á milli mín og Ange. Við stöndum andspænis sömu vandamálum en með fullri virðingu er ég hjá stærra félagi þar sem pressan er meiri. En mér finnst mikilvægt að fylgja þessum meginreglum.

Hann er góður gaur og mjög góður þjálfari. Hann vill spila fótbolta á réttan hátt og það er mjög góðs viti. Við vitum að þegar við veljum okkar þessa atvinnu að það er jákvætt en þá þarf maður að upplifa pressuna þegar maður er ekki að vinna leiki,“ sagði Amorim á fréttamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert