Miðvörður City frá út keppnistímabilið?

Manuel Akanji verður lengi frá.
Manuel Akanji verður lengi frá. AFP/Paul Ellis

Manuel Akanji, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, tognaði aftan í læri í leik City og Real Madrid í fyrri leik liðanna í umspili Meistaradeildarinnar í Manchester á þriðjudaginn.

Leiknum lauk með dramatískum sigri Real Madrid, 3:2, en Akanji, sem var í byrjunarliði City í leiknum, fór meiddur af velli strax í upphafi síðari hálfleiks.

Miðvörðurinn þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna og verður frá næstu átta til tíu vikurnar.

Þetta tilkynnti Pep Guardiola, stjóri City, á blaðamannafundi í dag en Akanji, sem hefur verið lykilmaður í varnarleik City undanfarin tímabil, gæti því misst af restinni af tímabilinu vegna meiðslanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert