Enski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Kobbie Mainoo, meiddist á æfingu hjá Manchester United í vikunni.
Hann verður frá í nokkrar vikur samkvæmt The Athletic og þeir Manuel Ugarte og Toby Collyer gætu einnig misst af næsta leik vegna meiðsla en þeir eru allir miðjumenn.
United mætir næst Tottenham í London á morgun klukkan 16:30.