Frábært fyrir Arsenal

Ben White hefur verið að glíma við hnémeiðsli á tímabilinu.
Ben White hefur verið að glíma við hnémeiðsli á tímabilinu. AFP/Paul Ellis

Ben White er kominn aftur í leikmannahóp Arsenal í ensku úrvalsdeild karla en hann spilaði síðast í nóvember.

Arsenal mætir Leicester City í dag og er í öðru sæti deildarinnar með 50 stig, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool.

White er hægri bakvörður og spilaði síðast gegn Chelsea þann 10. nóvember og var frá í þrjá mánði vegna hnémeiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert