Manchester United hefur tapað átta af fjórtán leikjum liðsins undir stjórn Rúben Amorim í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
„Starfið mitt er svo, svo erfitt hérna en ég held mig við það sem ég hef trú á,“ sagði Rúben Amorim eftir 1:0 tap liðsins gegn Tottenham í dag.
„Munurinn á liðunum í þessum leik er að þeir skoruðu og við gerðum það ekki, við fengum tækifæri. Ég hef ekki áhyggjur af starfinu mínu. Ég hata að tapa, það er verst, en ég hef trú á þeirri vinnu sem ég er að gera og ég verð bara að vinna leik.“