Slot hafði ekki gaman af síðustu 20 mínútum leiksins

Arne Slot.
Arne Slot. AFP/Darren Staples

Liverpool sigraði Wolves 2:1 í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag en Arne Slot var ósáttur með síðustu 20 mínútur leiksins.

„Ég hafði gaman af leiknum fyrir utan síðustu 20-25 mínúturnar,“ sagði Slot á blaðamannafundi eftir leikinn en Úlfarnir minnkuðu muninn í 2:1 á 67. mínútu og settu mikla pressu á Liverpool-liðið eftir það.

„Sérstaklega eftir það sem gerðist á miðvikudaginn, síðustu átta mínúturnar í þeim leik þegar við fengum markið á okkur. Þetta augnablik getur haft áhrif á næstu leiki og ég held að það hafi sést í dag eftir að þeir minnkuðu muninn í 2:1. Jöfnunarmarkið gegn Everton sat í okkur,“ sagði Slot en síðastliðinn miðvikudag var Liverpool 2:1 yfir gegn Everton þar til á áttundu mínútu uppbótartímans þegar Everton jafnaði í 2:2.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert