Aðeins einn náð í fleiri stig en Slot

Arne Slot.
Arne Slot. AFP/Darren Staples

Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, hefur gengið vel á sínu fyrsta tímabili með liðið þar sem það trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 60 stig eftir 25 umferðir.

Raunar hefur gengið verið svo gott að aðeins einn knattspyrnustjóri hefur náð í fleiri stig eftir fyrstu 25 umferðir sínar við stjórnvölinn hjá félagi í úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992.

Það er José Mourinho sem sankaði að sér 64 stigum í fyrstu 25 leikjum sínum við stjórnvölinn hjá Chelsea tímabilið 2004-2005.

Chelsea varð Englandsmeistari um vorið með því að vinna sér inn 95 stig. Arsenal varð í öðru sæti með 83 stig.

Liverpool er sjö stigum á undan Arsenal sem stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert