Watkins hetjan á erfiðum útivelli

Ollie Watkins, sem skoraði sigurmarkið, reynir tæklingu á Mikkel Damsgaard.
Ollie Watkins, sem skoraði sigurmarkið, reynir tæklingu á Mikkel Damsgaard. AFP/Adrian Dennis

Framherjinn Ollie Watkins skoraði sigurmarkið í sigri Aston Villa á Brentford, 1:0, á heimavelli Brentford í Lundúnum í kvöld. 

Eftir leik er Aston Villa með 45 stig í sjöunda sæti en liðið er í mikilli baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Brentford er í tólfta sæti með 38 stig. 

Sigurmark Watkins kom á 49. mínútu en Jacob Ramsey lagði það upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert