Ensku liðin Arsenal og Aston Villa eru komin örugglega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar karla í knattspyrnu.
Aftur á móti er framlengt hjá Atlético Madrid og Real Madrid á heimavelli Atlético. Atlético-liðið vann í venjulegum leiktíma, 1:0, og jafnaði einvígið í 2:2.
Aston Villa mætir París SG í átta liða úrslitunum en Arsenal mætir öðru hvoru Madridarliðinu.
Arsenal gerði jafntefli við PSV, 2:2, á heimavelli í Lundúnum en Arsenal vann 7:1 í Hollandi og því 9:3 samanlagt.
Oleksandr Zinchenko og Declan Rice skoruðu mörk Arsenal en Ivan Perisic og Couhaib Driouech skoruðu mörk PSV.
Aston Villa vann þá Club Brugge 3:0 á Villa Park í Birmingham. Villa vann einnig fyrri leikinn í Belgíu, 3:1, og því einvígið samanlagt 6:1.
Kyriani Sabbe, leikmaður Brugge, fékk rautt spjald á 17. mínútu leiksins. Aston Villa skoraði hins vegar ekki mörkin sín fyrr en í þeim seinni en þá skoraði Marco Asensio tvö og Ian Maatsen eitt.