Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur komist að samkomulagi við Sporting Lissabon í Portúgal um kaup á 17 ára gömlum pilti, Geovany Quenda, og mun greiða fyrir hann um eða yfir 40 milljónir punda.
Quenda er kantmaður og The Athletic segir að hann muni skrifa undir sjö ára samning við Chelsea sem síðan láni hann aftur til Sporting allt næsta tímabil, og hann komi til London sumarið 2026.
Quenda, sem verður 18 ára í lok apríl, hefur spilað 43 mótsleiki fyrir Sporting í Portúgal í vetur, þar af tíu Evrópuleiki, og skorað tvö mörk.