Eina sem ég veit er að ég vil halda honum

Arne Slot og Virgil van Dijk ræða málin.
Arne Slot og Virgil van Dijk ræða málin. AFP/Oli Scarff

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann viti ekki mikið um stöðuna á fyrirliðanum og landa sínum frá Hollandi, Virgil van Dijk.

Samningur fyrirliðans við Liverpool rennur út eftir tímabilið og hann hefur m.a. verið orðaður við sádiarabíska liðið Al Hilal, sem í vikunni var sagt hafa boðið Hollendingnum 20 milljónir evra í árslaun.

„Það eina sem ég veit er að ég vil að Virgil spili með okkur áfram á næsta tímabili. Það sem síðan tekur við eru samningsmál og ég sé ekki um þau," svaraði Slot þegar hann var spurður um van Dijk á fréttamannafundi í dag.

Liverpool mætir Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn og liðið er með fimmtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert