Óvæntur sigur Liverpool á United

Fuka Nagano skoraði eitt marka Liverpool.
Fuka Nagano skoraði eitt marka Liverpool. Ljósmynd/@LiverpoolFCW

Liverpool gerði sér lítið fyrir og lagði nágranna sína í Manchester United örugglega að velli, 3:1, í ensku A-deildinni í knattspyrnu kvenna í Liverpool í kvöld.

Með sigrinum fór Liverpool upp í fimmta sæti þar sem liðið er með 21 stig. Man. United fór niður í þriðja sæti þar sem liðið er með 36 stig.

Olivia Smith skoraði tvívegis og Fuka Nagano komst einnig á blað. Maya Le Tissier skoraði sárabótamark fyrir Man. United einni mínútu fyrir leikslok.

Arsenal gerði þá góða ferð til Liverpool og lagði Everton, 3:1, og fór þannig upp fyrir Man. United í annað sætið, þar sem bæði lið eru með 36 stig. Everton er í áttunda sæti með 16 stig.

Alessia Russo skoraði tvívegis fyrir Arsenal auk þess sem Maren Mjelde, leikmaður Everton, skoraði sjálfsmark.

Toni Payne skoraði mark Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka