Sparkspekingurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Jamie Carragher var ómyrkur í máli eftir að Liverpool tapaði fyrir Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley í Lundúnum í gær.
Leiknum lauk með sigri Newcastle, 2:1, en Liverpool tókst að minnka muninn á fimmtu mínútu uppgefins uppbótartíma síðari hálfleiks.
Carragher sagði meðal annars að frammistaðan hefði verið ein sú versta sem hann hefði séð hjá Liverpool í úrslitaleik á undanförnum árum í myndveri Sky Sports.
„Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð hjá Liverpool, í úrslitaleik í það minnsta,“ sagði Carragher á Sky Sports en varnarmaðurinn fyrrverandi lék alls 737 leiki fyrir Liverpool.
„Þeir hafa samt staðið sig frábærlega á tímabilinu og aðeins tapað einum leik þannig að það er erfitt að ætla sér að gagnrýna þá of mikið. Fyrir mér þá skortir þá allan hraða í sóknarleikinn í dag. Ég vorkenndi Salah til dæmis í leiknum, hann fékk enga aðstoð frá samherjum sínum.
Aðrir sóknarleikmenn liðsins eru góðir leikmenn en þeir eru ekki stórkostlegir leikmenn. Liverpool þarf að kaupa að minnsta kosti tvö sóknarmenn í sumar, það er augljóst,“ bætti Carragher við.