Starf ástralska knattspyrnustjórans Ange Postecoglou hjá Tottenham hangir á bláþræði þessa dagana.
Það er talkSport sem greinir frá þessu en Tottenham hefur aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum úr síðustu þremur deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Liðið situr sem stendur í 14. sæti úrvalsdeildarinnar með 34 stg, 14 stigum frá Evrópusæti og 17 stigum frá fallsæti.
TalkSport greinir frá því að fari svo að Postecoglou verði rekinn frá félaginu er Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, efstur á óskalista forráðamanna félagsins um að taka við af honum.
Ef Postecoglou tekst að leiða Tottenham til sigurs í Evrópudeildinni gæti það bjargað starfinu hans en liðið er komið í átta liða úrslit keppninnar þar sem það mætir Eintracht Frankfurt.