Van Dijk tjáði sig um framtíð sína á Anfield

Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. AFP/Henry Nicholls

Hollenski knattspyrnumaðurinn Virgil van Dijk segir tíðinda af vænta af samningsmálum sínum á næstunni.

Van Dijk, sem er 33 ára gamall, er samningsbundinn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en samningur hans á Anfield rennur út í sumar.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hollenska varnarmannsins undanfarna mánuði en van Dijk tjáði sig um framtíð sína eftir tapið í úrslitum deildabikarsins gegn Newcastle á Wembley í gær.

„Það er tíðinda að vænta áður en tímabilinu lýkur,“ sagði van Dijk í samtali við Sky Sports eftir leikinn.

Van Dijk gekk til liðs við Liverpool frá Southampton í janúar árið 2018 fyrir 75 milljónir punda en hann á að baki 311 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka