Ótrúlegt sigurmark Ítalans (myndskeið)

Ítalski miðjumaðurinn Sandro Tonali skoraði ótrúlegt sigurmark fyrir Newcastle er liðið sigraði Brentford, 2:1, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Alexander Isak kom Newcastle yfir en Bryan Mbuemo jafnaði fyrir Brentford úr víti. Eftir það var komið að Tonali sem skoraði sigurmarkið með spyrnu utan af kanti og boltinn endaði í þaknetinu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert