Eiður Smári: Ég varð meyr

Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Harðar Magnússonar í Vellinum á Símanum sport.

Á meðal þess sem þau ræddu um var leikur Manchester City og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Kevin De Bruyne átti stórleik fyrir City en ljóst er að Belginn mun yfirgefa City eftir tímabilið. Þríeykið hrósaði De Bruyne í hástert í þættinum og varð Eiður Smári meyr þegar miðjumaðurinn fékk heiðursskiptingu í lokin.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert