„Það hlaut að vera hann,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport þegar rætt var um sigurmark Virgils van Dijks í 2:1-sigri Liverpool á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Eiði Smára fannst þó sem Liverpool hafi ekki átt að fá hornspyrnuna sem van Dijk skoraði eftir þar sem Alexis Mac Allister, sem tók hornspyrnuna, hafi brotið á Lucas Paquetá skömmu áður.
„En ég er algjörlega á því að þeir áttu aldrei að fá þessa hornspyrnu. Mac Allister brýtur á Paquetá rétt áður, brot sem er ekki gefið. Liverpool fær horn og van Dijk skorar.
Að sjálfsögðu var það van Dijk eftir að hafa komið liðsfélaga sínum í vandræði með þessu sjálfsmarki,“ sagði hann en van Dijk bar ábyrgð á sjálfsmarki Andy Robertson skömmu fyrir sigurmark Hollendingsins.
Umræðuna um Liverpool má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.