Arsenal gerði tólfta jafnteflið sitt í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á tímabilinu þegar liðið mætti Brentford á heimavelli á laugardag.
Þar með er Arsenal 13 stigum á eftir Liverpool og Englandsmeistaratitilinn innan seilingar hjá síðarnefnda liðinu.
„Hugsanlega eru þeir búnir að gefast upp á því að gera einhvers konar atlögu núna á síðustu metrunum. Það er bara of lítið, of seint fyrir Arsenal. Er þetta nóg fyrir Arsenal-menn?
Að vera bara þarna í öðru eða þriðja sæti og vera sáttir við það eða fer að koma að því að menn segja að Arteta sé búinn að fá að móta þetta lið í fimm og hálft ár og það fari að koma einhvers konar pressa á hann?“ velti Eiður Smári Guðjohnsen fyrir sér í Vellinum á Símanum Sport á sunnudag.
Umræðuna um Arsenal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.