Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur mikinn áhuga á Caoimhin Kelleher markverði Liverpool.
Daily Mirror greinir frá. Miðilinn greinir einnig frá að fleiri félög séu með augastað á markverðinum írska, sem hefur nýtt tækifærin sín hjá Liverpool vel í gegnum tíðina.
Liverpool vill 20 milljónir punda fyrir hinn 26 ára Kelleher, sem hefur haldið níu sinnum hreinu í 20 leikjum með Liverpool á tímabilinu.