„Þetta er ekki gott,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Símanum Sport á sunnudag þegar rætt var um stór mistök Altay Bayindir í marki Manchester United í 4:1-tapi fyrir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.
„Þegar þú ert að fá tækifæri í liðinu eins og Bayindir í þessum leik þá bara sendirðu ekkert svona sendingar. Það er bara mín skoðun.
Ég hef mjög litla þolinmæði fyrir svona sendingum hjá markvörðum og sérstaklega þegar staða liðsins er jafn viðkvæm og hún er,“ sagði Margrét Lára.
Umræðu um vandamál Man. United má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.