Rooney óvænt ráðinn?

Wayne Rooney gæti tekið við Blackburn.
Wayne Rooney gæti tekið við Blackburn. AFP/Bastien Inzaurralde

Wayne Rooney, markahæsti leikmaður Manchester United frá upphafi og fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, gæti óvænt verið ráðinn knattspyrnustjóri Blackburn Rovers.

Give Me Sport greinir frá í dag. Rooney var rekinn sem stjóri Plymouth fyrir rúmum þremur mánuðum en bæði Blackburn og Plymouth leika í B-deildinni.

Rooney átti erfitt uppdráttar hjá Plymouth og var liðið í botnsæti deildarinnar þegar hann var rekinn. Þar á undan var hann rekinn eftir afleitt gengi með Birmingham, sem féll að lokum úr B-deildinni.

Rooney virðist hins vegar ekki ætla að gefast upp á B-deildinni og gæti hann tekið við af Frakkanum Valerien Ismael. Hann tók við liðinu í febrúar og hefur aðeins unnið einn leik af átta.

Liðið var í baráttunni um sæti í umspilinu undir stjórn John Eustace fyrr á tímabilinu en Eustace yfirgaf Blackburn til að fara í fallbaráttuna með Derby í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert