Sex mörk og rautt í Lundúnum (myndskeið)

Það var nóg um að vera í leik Brentford og Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Urðu lokatölur 4:2 fyrir Brentford og fékk João Pedro hjá Brighton rautt spjald á 61. mínútu. Bryan Mbeumo skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Brentford.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur enska boltann í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert