Morgan Gibbs-White, leikmaður Nottingham Forest, er sagður á óskalista Manchester City.
Daily Mail segir frá því að forsvarsmenn enska stórliðsins horfi til Nottingham í leit að eftirmanni Belgans snjalla Kevin De Bruyne, sem er á leið frá félaginu eftir áralanga þjónustu.
Það er ekki hægt að segja annað en að það yrðu óvænt tíðindi ef af yrði en Florian Wirtz, leikmaður Bayer Leverkusen, er einnig nefndur sem eftirmaður De Bruyne.