Manchester-félögin berjast um markvörð

Diogo Costa og Bruno Fernandes gætu orðið samherjar með félagsliðinu …
Diogo Costa og Bruno Fernandes gætu orðið samherjar með félagsliðinu líka. AFP/Jonathan Nackstrand

Portúgalski markvörðurinn Diogo Costa er eftirsóttur en hann leikur í heimalandinu Porto. Á meðal félaga sem eru áhugasöm um leikmanninn eru Manchester City og Manchester United.

The Mirror greinir frá að bæði Manchester-félög vilji nýjan aðalmarkvörð fyrir næsta tímabil. André Onana hefur ekki náð sér á strik með United og City vilji finna arftaka Edersons, sem hefur verið aðalmarkvörður liðsins til margra ára.

Costa er með klásúlu í samningi sínum sem gerir félögum kleift að kaupa hann á 63 milljónir punda. Mirror segir að City sé á undan í kapphlaupinu, þar sem félagið er betur statt fjárhagslega en grannar sínir.

Markvörðurinn er 25 ára gamall og hefur leikið með Porto allan ferilinn. Þá hefur hann leikið 34 landsleiki fyrir Portúgal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert