Howe mættur aftur eftir veikindi

Eddie Howe er stjóri Newcastle.
Eddie Howe er stjóri Newcastle. AFP/Glyn Kirk

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle United í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er mættur aftur á æfingasvæði liðsins eftir veikindaleyfi.

Howe var lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu og missti af leikjum liðsins gegn Manchester United, Crystal Palace og Aston Villa.

Liðið tilkynnti í dag að hann væri mættur aftur til vinnu eftir veikindin en aðstoðarmaður hans, Ja­son Tindall, stýrði liðinu í fjarveru hans.

Newcastle er í fimmta sæti deildarinnar með 59 stig, tveimur stigum á eftir Manchester City í þriðja sæti og á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert