Brentford sló Forest úr Meistaradeildarsæti

Yoane Wissa að skora anað mark Brentford í kvöld.
Yoane Wissa að skora anað mark Brentford í kvöld. AFP/Darren Staples

Brentford hafði betur gegn Nottingham Forest, 2:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld.

Forest er í sjötta sæti með 60 stig, jafnmörg stig og Chelsea sem er í fimmta sæti, en fimm efstu sætin fara í Meistaradeild Evrópu. Fjórar umferðir eru eftir af deildinni og Forest og Chelsea mætast í síðustu umferð.

Brentford er í ellefta sæti með 49 stig. 

Kevin Schade kom Brentford yfir eftir langa sendingu upp allan völlinn frá Nathaniel Collins undir lok fyrri hálfleiks.

Yoane Wissa skoraði svo annað mark Brentford á 70. mínútu. Aftur kom mark eftir langa sendingu upp völlinn en í þetta skipti var það markmaðurinn Mark Flekken sem átti stoðsendinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert