Áfall fyrir Tottenham

Lucas Bergvall verður ekki meira með Tottenham á leiktíðinni.
Lucas Bergvall verður ekki meira með Tottenham á leiktíðinni. AFP/Kirill Kudryavtsev

Miðjumaðurinn ungi Lucas Bergvall leikur ekki meira með Tottenham á leiktíðinni vegna meiðsla.

Bergvall lék ekki með enska liðinu gegn Bodö/Glimt frá Noregi í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær og nú er orðið ljóst að tímabil Svíans er búið.

„Þetta eru alvarleg meiðsli og hann verður ekki meira með. Hann skaddaði liðbönd í ökkla,“ sagði Ange Postecoglou knattspyrnustjóri Tottenham á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert