Síðasta mark De Bruyne í Manchester?

Kevin De Bruyne var hetja Manchester City er liðið sigraði Wolves, 1:0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Skoraði De Bruyne sigurmark City á 35. mínútu með góðri afgreiðslu í teignum.

Markið er mögulega það síðasta sem leikmaðurinn skorar í Manchester en hann á aðeins eftir að leika einn heimaleik til viðbótar með liðinu, áður en hann yfirgefur það í lok tímabils.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert