Stuðningsmenn Liverpool ollu jarðskjálftum

Stærsti jarðskjálftinn mældist eftir að Alexis Mac Allister skoraði.
Stærsti jarðskjálftinn mældist eftir að Alexis Mac Allister skoraði. AFP/Paul Ellis

Fögnuður stuðningsmanna Liverpool olli vægum jarðskjálftum í borginni í hvert sinn sem liðið skoraði í 5:1-sigri á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla síðastliðinn sunnudag.

Liverpool tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í 20. sinn með sigrinum og hafa vísindamenn hjá háskólanum í borginni greint frá því að fagnaðarlæti á Anfield hafi stuðlað að skjálftum þegar mörk heimamanna voru skoruð.

Vísindamennirnir, jarðfræðingar við Liverpool-háskóla, studdust við tæknibúnað sem er notaður til að greina jarðskjálfta.

Stærsti skjálftinn sem mældist var 1,74 á Richter-skalanum. Sá jarðskjálfti mældist þegar Alexis Mac Allister kom Liverpool í 2:1 með glæsimarki í fyrri hálfleik, en liðið hafði lent 0:1 undir snemma leiks.

Englandsmeistaratitlinum fagnað í leikslok.
Englandsmeistaratitlinum fagnað í leikslok. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert