Sviptingar á toppnum á Englandi

Kevin De Bruyne reyndist hetja City í kvöld.
Kevin De Bruyne reyndist hetja City í kvöld. AFP/Darren Staples

Kevin De Bruyne reyndist hetja Manchester City þegar liðið tók á móti Wolves í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Manchester í kvöld.

Leiknum lauk með naumum sigri City, 1:0, en De Bruyne skoraði sigurmark leiksins á 35. mínútu.

City fer með sigrinum upp fyrir Newcastle og í þriðja sætið en liðið er með 64 stig, tveimur stigum meira en Newcastle sem á leik til góða á City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka