City síðasta starfið hjá Guardiola?

Pep Guardiola hefur verið afar sigursæll hjá Manchester City.
Pep Guardiola hefur verið afar sigursæll hjá Manchester City. AFP/Darren Staples

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, kveðst ætla að fara í frí þegar hann lætur af störfum hjá félaginu eftir  tvö ár og kveðst ekki viss um hvort hann snúi aftur.

Guardiola framlengdi í vetur samning sinn um tvö ár en fyrri samningur hans hefði runnið út að þessu keppnistímabili loknu.

„Eftir að ég hef lokið samningi mínum hjá City fer ég í frí. Ég veit ekki hvort ég hætti alveg störfum en ég var alla vega í frí," sagði Guardiola í viðtali við ESPN í Brasilíu þegar hann var spurður um hvað framtíðin bæri í skauti sér.

Guardiola hefur unnið 18 titla með City á átta árum og gæti  bætt einum í safnið síðar í þessum mánuði þegar lið hans mætir Crystal Palace í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.

Áður vann hann fjórtán titla sem knattspyrnustjóri Barcelona og sjö titla með Bayern München.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert