Liverpool og Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, gerðu 2:2-jafntefli í Liverpool í dag.
Liverpool var 2:0 yfir í hálfleik eftir mörk snemma leiks frá Cody Gakpo og Luis Diaz en það leið varla mínúta á milli markanna.
Gabriel Martinelli minnkaði muninn snemma í seinni og Mikel Merino jafnaði metin með skallamarki áður en hann fékk rautt spjald og var rekinn af velli.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.