Amorim íhugar stöðu sína

Rúben Amorim brúnaþungur eftir leikinn í gær.
Rúben Amorim brúnaþungur eftir leikinn í gær. AFP/Oli Scarff

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, kveðst þurfa að íhuga stöðu sína haldi liðið áfram afleitu gengi sínu í ensku úrvalsdeildinni undir hans stjórn.

Man. United tapaði níunda heimaleik sínum í deildinni á tímabilinu er West Ham United kom í heimsókn á Old Trafford og vann 2:0.

„Við erum að tapa þeirri tilfinningu að við séum risafélag og að það sé heimsendir að tapa heimaleik.

Ef við sem Manchester United erum ekki hræddir við að tapa leik, búum ekki yfir þeim ótta lengur, þá er það eitt það hættulegasta sem getur komið fyrir stórt félag.

Allir hérna þurfa að hugsa alvarlega um marga hluti. Það eru allir að hugsa um úrslitaleikinn. Úrslitaleikurinn er ekki vandamálið. Við höfum mikilvægari hluti að hugsa um.

Ég er að tala um sjálfan mig og kúltúrinn innan félagsins og innan liðsins. Við þurfum að breyta honum. Þetta er mikilvæg stund í sögu félagsins. Við þurfum að vera mjög sterkir og hugrakkir í sumar.

Því við viljum ekki hafa næsta tímabil svona. Ef við byrjum svona og þessi tilfinning er enn til staðar ættum við að veita öðru fólki stöður okkar,“ sagði Amorim á fréttamannafundi eftir leikinn í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert