Fjögur mörk í Skírisskógi (myndskeið)

Nottingham Forest missteig sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið gerði jafntefli við Leicester City, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Leicester náði forystunni með marki Conor Coady áður en Morgan Gibbs-White og Chris Wood sneru taflinu við.

Facundo Buonanotte jafnaði hins vegar metin fyrir Leicester áður en yfir lauk.

Forest á í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti en Leicester, sem er þegar fallið niður í B-deild, lagði stein í götu heimamanna í þeirri baráttu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert