Hollendingurinn nálgast Liverpool

Jeremie Frimpong hefur verið í lykilhlutverki hjá Bayer Leverkusen.
Jeremie Frimpong hefur verið í lykilhlutverki hjá Bayer Leverkusen. AFP/Ina Fassbeneder

Hollenski knattspyrnumaðurinn Jeremie Frimpong færist nær Englandsmeisturum Liverpool sem vilja fá hann í sínar raðir í sumar.

Sky Sports í Þýskalandi segir frá en Frimpong hefur verið lykilmaður hjá Bayer Leverkusen sem vann tvennuna í Þýskalandi á síðustu leiktíð og fór taplaust í gegnum tímabilið. 

Frimpong gekk í raðir Leverkusen frá Celtic í janúar 2021 og hefur spilað 190 leiki fyrir félagið og skorað 30 mörk. 

Hann er hægri bakvörður sem hefur mikið spilað sem vængbakvörður. Þá hafa forráðamenn Liverpool gefið í í viðræðum sínum við Leverkusen en þeir líta á Frimpong sem arftaka Trents Alexanders-Arnolds, sem er á leiðinni til Real Madrid. 

Samkvæmt Sky Sports mun Leverkusen vilja fá 35 til 40 milljónir evra fyrir leikmanninn. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert