Ánægður hjá ensku meisturunum

Luis Díaz fagnar marki gegn Arsenal í toppslag úrvalsdeildarinnar í …
Luis Díaz fagnar marki gegn Arsenal í toppslag úrvalsdeildarinnar í gær, sem endaði 2:2. AFP/Peter Powell

Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Luis Díaz hefur verið orðaður við brottför frá Liverpool en miðað við orð hans í viðtali í heimalandi sínu virðist hann ekki vera á  förum frá enska meistaraliðinu.

„Ég hef frá fyrsta degi verið afar ánægður, rólegur og notið þess að spila fótbolta með þessu frábæra liði,“ sagði Díaz við Telemundo Deportes.

„Við munum ræða um framtíðina. Ég myndi vilja vera áfram hérna í mörg ár til viðbótar en þetta ræðst líka af því hvað félagið vill gera. Það verður unnið úr því en ég er rólegur, ánægður og nýt þess að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Díaz sem hefur skorað 13 mörk og átt sjö stoðsendingar í 34 leikjum í deildinni á þessu tímabili og gert fjögur mörk í fjórtán bikar- og Evrópuleikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert